Viðtal við Brúnastaðabændur í Bændablaðinu
Við fengum skemmtilega heimsókn í byrjun nóvember 2024 frá blaðamanni Bændablaðsins.
Í viðtalinu ræðum við Stefanía Hjördís og Jóhannes um lífið okkar í sveitinni, áskoranir og tækifæri sem mæta bændum svo norðarlega á okkar góðu eyju. Mikill heiður að fá að vera í forsíðuviðtali í stærsta tölublaði Bændablaðsins á árinu sem gefið er út í 80.000 eintökum.
