Skip to content

Brúnastaðir sumarhús

Gestahús

Upplýsingar

Nýlegt glæsilegt sumarhús skammt frá  Miklavatni í Fljótum. Húsið er 60 m2 að grunnfleti með stóru svefnlofti yfir öllu húsinu. Á neðri hæðinni er rúmgóð forstofa, mjög vel búið eldhús, stór ískápur, keramikhelluborð og ofn, uppþvottavél og örbylgjuofn.  Samliggjandi borðstofa og stofa. Flatskjár og dvd. og frítt netsamband. Tvö tveggja manna herbergi með fataskápum eru einnig á neðri hæð ásamt tveimur rúmgóðum baðherbergjum með sturtu.

Á efri hæð er stórt svefnherbergi með 4 rúmum og hol með 3 rúmum. Svalir eru svefnherberginu uppi með frábæru útsýni yfir sveitina. Alls eru 11 rúm í húsinu og barnarúm.  Stór pallur, yfirbyggður að hluta. Rampur er upp á pallinn sem auðveldar hreyfihömluðum aðgang.   Stór heitur pottur.  Gasgrill. 

Útsýnið úr húsinu er ákaflega fallegt, það stendur skammt frá Miklavatni og hægt er að kaupa veiðileifi í vatnið hjá húsráðendum. Sængur og koddar fyrir 11 fylgja húsinu, það fylgja lök öllum rúmum en sængurföt og handklæði er hægt að leigja. Hægt er að fá húsið þrifið gegn gjaldi í lok leigutímans.

Myndir

Bókanir Bókaðu ferðina þína

Endilega hafðu samband fyrir ógleymanlega upplifun.

+354-4671020