Skip to content

Ostagerð

Á sumrin mjólkum við um 70 geitur og framleiðum úr mjólkinni geitaosta.
Íslenska geitin mjólkar um 750ml á dag, en af því verður einungis 10% að osti.

Íslenskir geitaostar eru einstakir og engum öðrum ostum líkir, bragðmildir og fjölbreyttir.
Ostarnir okkar eru framleiddir úr úrvalsmjólk íslenskra geita sem ganga í fjallasal Tröllaskagans, við ysta haf.

Við mjaltir fá geiturnar okkar að bragða á hratinu frá bruggsmiðjunni Segli á Siglufirði sem gefur mjólkinni einstakt bragð.
Með þessu taka geiturnar okkar þátt í hringrásarhagkerfinu, því annars væri hratinu fargað. 

Íslenska geitin er í útrýmingarhættu og um 1960 fór stofninn niður fyrir 100 dýr.
Hún er einstök á heimsvísu og hefur verið án innblöndunar í um 1150 ár
eða frá því hún kom til landsins með norskum landnámsmönnum. 

Með því að gera verðmætar afurðir úr geitamjólkinni þá viljum við hjálpa til við að viðhalda þessum einstaka stofni.

Ostarnir okkar

418b7481-692d-47a0-b649-774657af134d

Havarti-osturinn okkar er gerður eftir hefðbundinni danskri uppskrift, en úr geitamjólk í stað kúamjólkur. Hann er mildur og rjómakenndur ostur. Það er bæði hægt að fá ostinn hreinan og með eldpipar. 

Brúnó_nýtt

Brúnó er einstakur íslenskur geitaostur, það má segja að hann sé parmesan líkur, harður með langt geymsluþol og verður bara betri með aldrinum. Hann er lagður í IPA bjór frá Segli á Siglufirði snemma í þroskunarferlinu. Hann tekur mikið bragð af bjórnum en geiturnar fá einnig hrat frá bruggverksmiðjunni á mjaltarskeiðinu sem ostagerðarmaðurinn telur hafa góð áhrif á gæði mjólkurinnar 

5a5bb2d5-ed1b-4c89-bd81-b3bd36c99e31

Fljóti er innblásinn af hinu fræga gríska fetaosti og hentar fullkomlega í sumarlegar salöt eða bakaður með hunangi. Þetta er salatostur með fersku og hressandi bragði.