Litla Sveitabúðin Brúnastöðum
Haustið 2021 opnuðum við litla sveitabúð á jörðinni þar sem hægt er að kaupa þær afurðir sem við framleiðum. Handverksosta úr geitamjólk, fjölbreytt úrval af eggjum og þær kjötafurðir sem býlið framleiðir, lamba-, kiðlinga-, grísa-, kinda-, og nautakjöt.
Auk þess eru til sölu vörur úr lambsull frá Brúnastöðum.
Í litlu sveitabúðinni er líka boðið kaffi, ís úr vél, íspinna, kruðerí og kalda drykki.
Sveitabúðin á Brúnastöðum er opin alla daga frá 13:00 – 18:00 yfir sumarmánuðina.