Félagsheimilið Ketilás
Veislusalur
Upplýsingar
Félagsheimilið Ketilás hefur verið mikið endurnýjað að innan og utan. Húsið tekur um 140 manns í sæti og er upplagt til mannfagnaðar ýmiskonar, svo sem ættarmót, brúðkaup, fermingarveislur og afmæli auk fleiri viðburða. Hljóðkerfi er í húsinu, eldhús og borðbúnaður.
Húsið er við hlið lítillar kjörbúðar á Ketilási sem er opin mánudaga til laugardaga á sumrin, en aðeins virka daga á veturna.