Skip to content

Afþreying

Afþreying í Fljótum 

Það er hægt að hafa ýmislegt fyrir stafni ef dvalið er í Fljótunum um lengri eða skemmri tíma.  Hér að neðan eru tenglar á áhugaverða afþreyingu í nágrenninu.

Verslunin Ketilási 

Sumaropnun (frá 1.júní – 15.ágúst)

Mánudaga – Föstudaga: 12:00 – 18:00

Laugardaga: 13:00 – 17:00

Sunnudaga: Lokað

Sundlaugin á Sólgörðum í Fljótum

Sumaropnun í sundlauginni 2025 

Mánudaga:  Lokað

Þriðjudaga – Föstudaga:  15:00 – 21:00

Laugardaga og sunnudaga:  12:00 – 17:00

Reiðtúrar/hestaleiga hjá Langhúsum

Hestaleigan Langhúsum býður upp á persónulega þjónustu, og vinsæla reiðtúra. Vinsælustu túrarnir þeirra eru Víkingatúrinn, Strandferðin og Alls konar fyrir alla. 

Langhús er hrossabú þar sem hross eru ræktuð, þjálfuð, alin upp og seld. Á búinu eru um 70 hross á öllum aldri. Allar ræktunarhryssur eru tamdar, flestar þeirra hafa verið sýndar og dæmdar. Á hverju ári eru ræktaðar um það bil sex hryssur.

Sóti Summit 

Boðið er upp á fjölbreytt ævintýri fyrir ferðalanga allt árið um kring. Árið hefst með gönguskíðaferðum og námskeiðum, en þegar líður á veturinn tekur fjallaskíða- og þyrluskíðastarfsemin við, þar sem íslenskir fjallaleiðsögumenn leiða gesti um fjalladýrðina nyrst á Tröllaskaga. Á vorin og sumrin fyllast dagarnir af fjallahjólaferðum, gönguferðum og bátsferðum á Örkinni um Siglufjörð.

Gönguleiðir í Fljótum

Ferðafélag Íslands hefur tekið saman  25 fjölbreyttar gönguleiðir um fjallstinda og skörð á milli Fjallabyggðar og Fljóta, með mismunandi erfiðleikastigum og lengdum. 

Skemmtilegar leiðir nálægt Brúnastöðum:

Uxaskarð (Fljót → Héðinsfjörður)
Gangan hefst við Brúnastaði og gengið er yfir í Héðinsfjörð. Um 15 km ganga sem tekur 6–8 klst með fallegu hlíðalandslagi. 

Botnaleið (Fljót → Siglufjörður)
Gangan hefst við afleggjarann að Lambanes-Reykjum. Þetta er um 8 km leið með 700 metra hækkun og tekur um 3–4 klst. Stikuð leið með fallegu útsýni.

 

Sundlaugin Sólgörðum
Ketilas
Hestaleiga-3-600x400
Screenshot 2025-07-03 at 15.43.09
Screenshot 2025-07-03 at 15.43.38
Screenshot 2025-07-03 at 15.43.28

Afþreying í Skagafirði 

Sundlaugin á Hofsósi

Vesturfarasetrið á Hofsósi

Drangey

Samgöngusafnið í Stóragerði

Sundlaug Sauðárkróks

1238: Baráttan um Ísland

Hlíðarendavöllur – Golfklúbbur Skagafjarðar

Skíðasvæðið Tindastóli

Reykir – Grettislaug

Bakkaflöt

Sundlaugin í Varmahlíð

Sundlaugin-a-Hofsosi
6-drangey-tours
glaumb-sept-2014-scaled
Samgonguminjasafnid

Afþreying í Fjallabyggð 

Síldarminjasafn Íslands

Síldarminjasafn Íslands er eitt af stærstu söfnum landsins. Í þremur húsum kynnumst við síldveiðum og vinnslu á silfri hafsins. Róaldsbrakki er norskt síldarhús frá 1907. Þar er flest eins og var á árum síldarævintýrisins þegar síldarfólkið bjó þar. Í Gránu er safn um sögu bræðsluiðnaðarins sem löngum var kallaður fyrsta stóriðja Íslendinga. Í Bátahúsinu liggja bátar, stórir og smáir, við bryggjur. 

Sundlaugar Fjallabyggðar

Í Fjallabyggð er öflugt íþróttastarf. Íþróttamiðstöðvar eru í báðum byggðakjörnum, í Ólafsfirði er útisundlaug og líkamsrækt. Á Siglufirði er inni sundlaug og líkamsrækt

Skíðasvæðið Skarðsdal á Siglufirði

Skíðasvæðið í Skarðsdal má telja með skemmtilegustu skíðasvæðum landsins en þar eru þrjár lyftur og nýlegur skíðaskáli þar sem aðstaða fyrir gesti er öll til fyrirmyndar.

Skíðasvæðið Tindaöxl í Ólafsfirði

Ólafsfjörður hefur löngum verið þekktur fyrir góða aðstöðu fyrir gönguskíði og eru göngubrautir lagðar nánaust um allan bæ. Á skíðavæðinu í Tindaöxl er ein 650 metra löng diskalyfta. 

Sigló Sea

Sigló Sea er  lítið fyrirtæki með aðsetur í hjarta Siglufjarðar. Þau bjóðum upp á kajakferðir á Tröllaskaga. 

Siglufjörður
Sunlaugin Ólafsfirði
ólafsfjörður
Sildarminjasafnid