Þrjú framúrskarandi verkefni fá viðurkenningu
Það er mikill heiður að hafa verið valin af SSNV sem framúrskarandi verkefni á Norðurlandi vestra 2021 á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar.
Í fréttinni kemur fram:
Á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar
Brúnastaðir í Fljótum fyrir vinnslu geitaosta. Ostarnir frá Brúnastöðum eru einstakir og engum öðrum íslenskum ostum líkir. Þeir eru framleiddir úr úrvalsmjólk geita sem ganga í fjallasal Tröllaskagans, við ysta haf. Geiturnar á Brúnastöðum eru fóðraðar á hrati frá bruggverksmiðjunni Segli á Siglufirði sem annars væri fargað. Þannig taka þær þátt í hringrásarhagkerfinu. Þær fá ekki áborið hey heldur ilmandi úthaga töðu með stör og hrís. Mjólkin tekur bragð af þessari einstöku fæðu. Íslenskar geitur eru á válista vegna fæðar, þær eru einstakar á heimsvísu, upprunalegur stofn, aðlagaðar að veður- og gróðurfari Íslands í gegnum aldirnar. Með því að gera verðmætar afurðir úr geitamjólkinni er viðhaldið þessum einstaka stofni.
https://www.ssnv.is/is/moya/news/category/1/thrju-framurskarandi-verkefni-fa-vidurkenningu