Matarmarkaður í Hörpu

Við Brúnastaðafjölskyldan áttum sérdeilis frábæra helgi á Matarmarkaði í Hörpunni aðra helgina í desember. Gert var ráð fyrir að um 25.000 manns hafi sótt viðburðinn. Við fengum dásamlegar móttökur og það var afar lærdómsríkt að gefa svona mörgum að bragða á framleiðslunni okkar og fá dýrmæta endurgjöf. Seldum upp nánast allar okkar vörur. Við munum sannarlega mæta reynslunni ríkari að ári með enn fjölbreyttari framleiðslu.