Dýragarðurinn opnar
Verið hjartanlega velkomin til okkar í húsdýragarðinn og litlu sveitabúðina á Brúnastöðum. Þar er hægt að skoða fullt af dýrum í fallegu umhverfi. Margar tegundir af hænum, kalkúna, grísi og kálfa, kanínur og heimalinga og ekki síst geitur og kiðlinga sem gjarna þyggja klapp og knús.
Í sveitabúðinni er hægt að kaupa ís úr vél og geitaostana okkar góðu og heimagerðu. Allskonar afurðir býlisins fást einnig, sveitabjúgun kofareyktu eru sérstaklega vinsæl og seldust upp í fyrra.
Það eru komin upp sex afskaplega falleg skilti í garðinum, hönnuð af Ólínu Sif Einarsdóttur um íslensku húsdýrin, uppruna og verndargildi. Hún teiknaði einmitt myndirnar á plakatinu hérna fyrir neðan 

Opið alla daga frá 13:00 – 18:00! Hlökkum til að sjá ykkur í sumar







