Brúnastaðir Admin
Posts by Brúnastaðir Admin :
Umfjöllun um Brúnastaði í Scan Magazine
Dýragarðurinn opnar
Matarmarkaður í Hörpu
Við Brúnastaðafjölskyldan áttum sérdeilis frábæra helgi á Matarmarkaði í Hörpunni aðra helgina í desember. Gert var ráð fyrir að um 25.000 manns hafi sótt viðburðinn. Við fengum dásamlegar móttökur og það var afar lærdómsríkt að gefa svona mörgum að bragða á framleiðslunni okkar og fá dýrmæta endurgjöf. Seldum upp nánast allar okkar vörur. Við munum sannarlega mæta reynslunni ríkari að ári með enn fjölbreyttari framleiðslu.
Dýragarðurinn opnar!
Geitaostarnir okkar fást nú víða!
Kæru vinir. Geitaostarnir okkar frá Brúnastöðum í Fljótum fást nú víða. Í Matarbúðinni Nándinni, Me&Mu, Frú Laugu, Skagfirðingabúð, Fiskkompaní Akureyri, Urban Farm Akureyri, hjá bíl Vörusmiðju Biopol og er hann einnig á leiðinni á bændamarkað Krónunnar sem hefst viku af sept. Svo fæst hann auðvitað í litlu sveitabúðinni hjá okkur á Brúnastöðum. Formlegri opnun þar er nú lokið en það eru allir velkomnir, um að gera að hringja á undan sér, 8691024. Þar fást einnig allar aðrar afurðir býlisins.
Húsdýragarðurinn og Sveitabúðin opna!
Viðtal Guðna Ágústsonar fyrrverandi landbúnaðarráðherra við Hjördísi á Mannlífi
Hjördís fór í viðtal við fyrrverandi landbúnaðarráðherra Guðna Ágústsson um sveitalífið, tækifæri og áskoranir.
Það má finna HÉR